Þróun hverasvæðisins

Á 20. öld jókst fjöldi ferðamanna mikið og nú koma yfir 150.000 manns á ári hverju á Geysissvæðið

Geysir er án efa langþekktasti goshver heims enda er nafn hans notað sem heiti á hverum á ensku. Til eru heimildir um Geysi allt frá 13. öld en gosvirkni hans hefur verið mismunandi í gegnum tíðina og breytist gjarnan við jarðskjálfta. Þegar Geysir var virkastur voru gosin allt að 60-80 m há. Á Geysissvæðinu er fjöldi mismunandi hvera, sá vinsælasti er Strokkur sem gýs á 5-10 mínútna fresti árið um kring allt að 30 metra háum strókum af vatni og gufu. Einnig eru þar hverirnir Sóði, Smiður, Fata, Óþerrishola, Litli Geysir, Litli Strokkur, Konungshver og Blesi sem er fallega blár. Haukadalur er skemmtilegt útivistarsvæði allt árið um kring.

Á 20. öld jókst fjöldi ferðamanna mikið og nú koma yfir 150.000 manns á ári hverju á Geysissvæðið

1905- Geysir gýs tvisvar á sólarhring


1907 – Strokkur vaknar upp og sofnar smám saman aftur. Hverinn Smiður var grafinn upp af trésmið sem var að vinna á svæðinu vegna konungskomunnar og er nafn hversins þannig til komið. Friðrik VII Danakonungur kemur til Íslands og heimsækir svæðið með mikilli reisn.


1914 - Geysir er alveg hættur að gjósa


1922 - Kristján X Danakóngur kemur til Íslands og heimsækir Geysi


1930 – Þorkell Þorkelsson er við rannsóknir við Geysi, rannsakar svæðið og gerir ágætt kort af því


1934 – Óþerrishola gýs og Strokkur er óvirkur, en þó sagður hafa gosið þetta ár


1935- Prófessor Trausti Einarsson og Jón frá Laug grafa út raufina í Geysi

Heildarrennsli af svæðinu er talið vera 20 l/s. Sigurður Jónasson kaupir Geysissvæðið og selur aftur til íslenska ríkisins


1937- Norðmaðurinn Tom F. Barth á Íslandi. Geysir gaus þá 4-5 sinnum á sólarhring, 60 m háum gosum


1944 – Geysir gýs lítið, rennsli 4,7 l/s. Strokkur er óvirku og 0,6 m eru niður að vatnsborði


1953 - Geysisnefnd sett á stofn, hún setur umgengisreglur um svæðið og lætur girða það af svo búpeningur valsi ekki um hverasvæðið


1954- Geysir aftur hættur öllum gosum, nema sápa sé sett í hann


1963 – Strokkur er hreinsaður með bor niður á 40 m dýpi og hefur gosið á 8-10 mínútna fresti síðan


1981 – Raufin í skál Geysis var endurgrafin og gos byrjar. Þetta var gert vegna kvikmyndatöku á svæðinu. Geysir gýs þó ekki nema 40-50 kg. af sápu séu sett í hann


 2000 - Geysisstofa opnuð 3. júní og sápugos framkallað í Geysi 8. júní. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní urðu jarðskjálftar á Suðurlandi og aftur 21. júní (M 6,5) Við skjálftana vaknaði Geysir og gaus 2-4 sinnum á dag út allt ári en yfirleitt ekki hærra en 10-15 m. Hverasvæðið varð allt heitara og rennsli jókst úr hverum um helming


Nöfn hveranna

Fata, goshver sem lítið gýs í dag

Haihver er rétt ofan girðingar

Seyðirinn, gýs ef sápa er sett í hann

Stjarna, goshver sem var virkur stuttan tíma eftir jarðskjálftana 1896

Blesi, blesan er haftið milli heitra (tæra) og volga (bláa) hlutans

Strokkur er líkur smjörstrokki í laginu

Blesi