Nýtt Hótel Geysir

Hér mun rísa 4 stjörnu hótel sem áætlað er að opni 2018!!

 

Nýbyggingin tengist núverandi þjónustu á svæðinu og er hönnuð með það að markmiði að taka tillit til umhverfisins og náttúrunnar sem enderspeglast í formi hennar, efnisvali og hönnum nánasta umhverfis.

 

Á  hótelinu verða 77 herbergi, þar af svítur en herbergin eru 30-100 m2. Einnig verða þar fundasalir, veislusalur og veitingastaður. Gert er ráð fyrir einstakri heilsulind sem sækir innblástur í náttúru og nærumhverfi.

 

 


  

       

Almennir skilmálar og þjónusta


Tékk inn
Klukkan 14:00 - 18:00

Ef þið komið eftir kl. 18:00 í gistingu vinsamlegast látið okkur vita fyrirfram

Tékk út
Klukkan 08:00 - 11:00

Afbókun

Ef afbókað er 48 stundum fyrirvara, þá er ekkert gjald rukkað. Ef afbókaðar er seinna eða ekki komið í staðfesta bókun þá greiðist fullt verð fyrir gistinguna

Ef um hópa er að ræða þarf að afbóka gistingu með tveggja mánaða fyrirvara ellegar greiðist fullt gjald.

Börn og aukarúm

Öll börn undir 2 ára aldri gista frítt og snæða frían morgunverð þegar notast er við barnarúm.

Aukarúm og barnarúm þarf að panta fyrirfram og vera staðfest af hótelinu.

Internet

Nettenging er í boði á hótelinu og á herbergjunum og er fyrir hótelgesti og ráðstefnugesti. Tölva með nettenginu er í móttöku til notkunar frítt fyrir hótelgesti. Vinsamlegast hafið samband við móttöku fyrir frekari upplýsingar.


Gæludýr

Gæludýr eru ekki leyfð.

Greiðslukort

American Express, Visa, Euro/MasterCard, Maestro

Hótelið áskilur sér rétt á að athuga heimild greiðslukorta fyrir komu.

Reykingar ekki leyfðar

Öll herbergin og hótelið er reyklaust. Ef þetta er ekki virt veldur það gestum okkar óþægindum og munum við krefja ykkur um 25.000 kr. vegna hreinsunar.