Veitingarstaðurinn hótel Geysir.

Við leggjum áherslu á að gestir okkar njóti upplifunar í mat og drykk og eigi ógleymanlega kvöldstund í glæsilegu umhverfi.

Að borða í þægilegu umhverfi er mikilvægur þáttur á vel heppnuðu ferðalagi. Veitingastaðurinn á hótel Geysi er fyrsta flokks a la carte staður þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttan matseðil og góðan mat við allra hæfi. Þar má finna allt frá léttum smáréttum, íslenskum sjávarréttum og alþjóðlegum réttum upp í þriggja rétta matseðil. Við notum mikið af afurðum beint frá bónda „hefðir úr héraði“

 A la carte matseðill er í boði á kvöldin frá kl. 18:00.

Í hádeginu er hægt að panta af fjölbreyttum matseðli okkar eða gestir geta gætt sér af girnilegu hlaðborði fisk-, grænmetis- og kjötrétta. Einnig eru fersk salöt, súpur, nýbökuð heimalöguð brauð og fjölbreytt úrval af girnilegum eftirréttum. Einnig er kaffi og te innifalið í hlaðborðinu. Hádegisverðarhlaðborðin eru alla daga frá kl. 11:30-14:00 og er borið fram á víkingarskipi.

Á heitum sumardögum þá geta gestir okkar setið út í garði og fengið sér ískaldan öl og gætt sér á ljúffengum réttum í sólinni. Á kvöldin er setið við kertaljós við rómantíska borðtónlist og gestir njóta hins stórkostlega útsýnis yfir hverasvæðið.


Veitingastaðurinn er opinn alla daga ársins en við erum með lokað í janúar.

Ef þú hefur áhuga á að panta borð þá getur þú sent okkur fyrirspurn. Við munum athuga hvort við getum orðið við ósk þinni og höfðum síðan samband. Við leggjum áherslu á góða og persónulega þjónustu.

 

 

Verið ávallt velkomin á hótel Geysi.

 

Frekari upplýsingar og bókanir í síma: 480 6800

eða á netfangið: geysir@geysircenter.is