Hótel Geysir býður nú upp á spennandi nýja þjónustu fyrir gesti sína. 

Um er að ræða dáleiðslu sem getur verið bæði sem meðferð við ýmsum vandamálum en einnig til gamans, en með dáleiðslu má meðal annars vinna á ýmiskonar ótta t.d. flughræðslu, bílhræðslu, lofthræðslu og hræðslu við vatn, dýr og margt annað. Einnig má aðstoða fólk við að hætta að reykja, minka áfengisneyslu, hjálpa til við matarræði (grennast, þyngjast) og við ýmiskonar venjur. Það má líka vinna gegn ofnæmi og minka áhrif áfalla sem hafa kannski gerst fyrir mörgum árum.  Auk þess má fara aftur í tímann og upplifa t.d. löngu liðna skóladaga og jafnvel að fara aftur í fyrri líf og athuga hvað og hvar viðkomandi hefur verið þá. 

 Augnlestur en með augnlestri og prófun svæðapunkta í fótum má greina ástand líkamans, í framhaldi af því eru teknar saman tillögur um úrbætur og eru þær oft byggðar á kenningum Edgars Cayce. Nudd og svæðanudd getur verið áhrifaríkt sem meðferð við vöðvabólgu og vandamálum í stoðkerfi (baki), en um leið og nudd örvar blóðrás er það líka slakandi og virkar því vel á bæði líkama og huga.

Meðferðaraðili er Heiðar Ragnarsson sem auk þess að hafa lært ofangreind fræði er einnig lærður matreiðslumaður og starfar sem slíkur hjá Hótel Geysi. Hann er einnig einn dag í viku á heilsustofu á Selfossi. – Heilsuþjónustan er í boði flesta daga eftir kl. 14, best er að panta með einhverjum fyrirvara og er þá jafnvel hægt að fá tíma á öðrum tímum dagsins.