Glæsilegur nýr veitingastaður opnaði í júní 2012 á Geysi í Haukadal.

Geysir Glíma leggur áherslu á íslenska matargerð. Plokkfiskur, íslensk fiskisúpa, grænmetissúpa, kjötsúpa, lambakjöt, silungur, mikið úrval að smurðu brauði og heimabökuðum kökum og brauði. Ljúffengur ís úr vél frá Kjörís og mikið úrval af kúluís. Erum með sérbökuð vöffluform sem eru einstaklega gómsæt undir ísinn. Fyrir þá kaffiþyrstu þá bjóðum við upp á nýmalað, gómsætt kaffi frá Illy.


Staðurinn er hannaður af Leifi Welding og er innblástur hans íslenska náttúran og íslensk hönnun, sjón er sögu ríkari. Staðurinn hefur einnig að geyma glímusýningu en forfaðir fjölskyldunnar á Geysi, Sigurður Greipson, var mikill glímukappi. Til varðveislu er meðal annars Grettisbeltið sem er einn merkasti og sögufrægasti íþrótta verðlaunagripur í sögu Íslands.

Geysir Glíma er fyrsti staðurinn á hægri hönd þegar komið er að Geysi, innangengt er í Geysir verslun og Geysisstofu frá Glímunni

Opnunartími vetur:

Opið alla daga frá klukkan 11:00 - 17:00

Aðfangadag, jóladag, gamlársdag & nýársdag er opið frá 11:00 - 15:00.

Möguleiki er að opna staðinn á öðrum tímum fyrir stóra hópa, fyrir upplýsingar hafið samband við geyser@geyser.is

.

Tókum við hópum í glæsilegan matseðil, fyrir nánari upplýsingar og bókanir hafði samband á geyser@geyser.is