Brúðkaupsveislur á Hótel Geysi

~Ekki er hægt að hugsa sér rómantískari umhverfi fyrir brúðkaup, umvafin fallegri náttúru og með útsýni yfir hverasvæðið sjálft frá hótelinu þar sem Strokkur gýs af sínum alkunna krafti, brúðhjónunum um til heiðurs~

Á Hótel Geysi eru fyrsta flokks aðstæður fyrir brúðkaupsveislur. Brúðhjónin ásamt gestum sínum geta notið alls þess besta sem hótelið hefur upp á að bjóða með glæsilegum mat, drykk og gistingu í náttúruperlu Íslands. Á svæðinu er einnig fjöldi afþreyingar í boði sem gestir jafn sem brúðhjónin geta nýtt sér til að gera upplifunina ógleymanlega.

Við hótelið er náttúrulaug með heitu hveravatni og vð hliðina á lauginni eru svo heitir pottar þar sem gott er að slaka á eftir gönguferð um svæðið. Það jafnast ekkert á við að liggja í funheitum pottum eða náttúrulegri hveralaug undir stjörnubjörtum himni og slaka á í náttúrunni.Matur og drykkur

Matreiðslumeistararnir okkar leggja sig alla fram við að gera brúðkaupið eftirminnilegt og geta útbúið hvað eina sem hugurinn girnist. Þeir veita brúðhjónum faglega ráðgjöf við samsetningu matar og drykkjar og leggja mikinn metnað að mæta óskum brúðhjóna.

Gisting
Að sjálfsögðu er gisting í boði á hótelinu fyrir veislugesti. Herbergin eru öll í fallegu umhverfi hótelsins þar sem veislugestir geta notið náttúrunnar. Á hótelinu eru 24 tveggja manna stúdíóíbúðir.

Kirkjur í nágrenni Geysis.

       Haukadalskirkja

Kirkja hefur staðið í Haukadal frá alda öðli. Hún stendur enn á upphaflegum grunni á vesturbakka Beinár. Elstu heimildir um kirkju eru frá árinu 1121. Kirkjan var bændakirkja til 1290 en líklegt er að þá hafi staðurinn verið lagður undir Skálholtsstól og hélst sú skipan þar til í lok 18. aldar að stólsjarðirnar voru seldar. Haukadalur var seldur á uppboði að Vatnsleysu 1. október 1794. Kirkjan hélst síðan í bændaeign þar til 1940 að Skógrækt ríkisins eignaðist hana ásamt jörðinni. Kirkjan var síðast endurbyggð af Kristian Kirk, eiganda jarðarinnar árið 1938 en að stofni og útliti er hún frá 1842 og því með elstu timburkirkjum á landinu.

Skálholtsdómkirkja

Hin sögufræga Skálholtsdómkirkja er staðsett í Skálholt sem var miðja kirkjulegs- og veraldlegs valds um aldir auk þess að vera mennta- og menningarsetur. Fyrsti biskup landsins, Ísleifur Gissurarson, settist þar á stól árið 1056 og honum fylgdu 30 katólskir og 12 lúterskir biskupar þar til landið var sameinað undir einn biskup í Reykjavík árið 1801, sjá nánar á vef Skálholtskirkju: www.skalholt.is

Frekari upplýsingar í síma: 480 6800 eða á netfangið: geysir@geysircenter.is