Ráðstefnur, fundir og móttökur

Ráðstefnusalurinn á Hótel Geysi er glæsilegur og er útbúinn öllum helstu tækjum sem eru nauðsynleg til fundarhalda til dæmis ræðupúlt, myndvarpa, skjávarpa, fléttitöflu og sýningartjaldi. Ráðstefnusalurinn tekur um 120 manns í sæti. en einnig getum við  tekið á móti smærri hópum. Myrkratjöld eru fyrir öllum gluggum og utanaðkomandi truflun inn í sal er engin.

Í veitingarsal hótelsins er hægt að njóta svo glæsilegs kvöldverðar eftir góðan dag og fundargestir geta nýtt sér alla aðstöðu hótelsins til að mynda heitu pottana og sundlaugina. Það getur reynst mjög árangursríkt að komast frá borginni og í sveitakyrrðina til að funda eða halda ráðstefnur. Einnig er hótelið mjög vinsælt meðal starfsmannahópa fyrir hópeflingu.

Frekari upplýsingar og bókanir í síma: 480 6800
eða á netfangið: geysir@geysircenter.is