Súpa er nýr veitingastaður sem senn verður opnaður við Geysi í Haukadal.


Til að koma enn betur til móts við gesti svæðisins hefur verið ákveðið að opna nýjan veitingastað við Geysi í Haukadal fyrir næsta sumar. Rekstaraðilar svæðisins hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir mat fyrir grænmetisætur og fólk sem aðhyllist heilbrigðan lífsstíl. Nýi staðurinn mun bera heitið Súpa og þar verður áhersla lögð á ljúffengar, hollar og matarmiklar súpur ásamt góðu úrvali fyrir grænmetisætur.
Súpa verður til húsa þar sem núna er Geysisstofa, fræðslusafn um hverasvæðið. Á veitingastaðnum verður þó áfram boðið upp á fræðslu um hverina með fróðleik um svæðið á upplýsingaskjám. Í undirbúningi er að stækka húsnæðið í framhaldinu og þá mun ný og betri Geysistofa líta dagsins ljós.
Framkvæmdir við nýja veitingastaðinn hefjast 1. mars næstkomandi og þar með verður Geysisstofu lokað. Stefnt er að því að opna veitingastaðinn Súpu í maí á þessu ári.
Veitingastaðirnir Kantína, Geysir - Glíma og á Hótel Geysir verða áfram opnir og munu sem fyrr bjóða upp á mikið úrval af mat og drykkjum. Við fögnum auknu úrvali og bættri þjónustu við ferðamenn sem hafa senn um fjóra veitingastaði að velja við Geysi.