Veislur, ættamót, afmæli, skírnarveislur og fermingar  á Hótel Geysi

Á Hótel Geysi er fyrsta flokks aðstæður fyrir hverskyns veisluhöld. Hótelið býður upp á glæsilegan mat, drykk og gistingu í náttúruperlu Íslands. Á svæðinu er einnig fjöldi afþreyingar í boði sem gestir geta nýtt sér til að gera upplifunina ógleymanlega.

Við hótelið er náttúrulaug með heitu hveravatni en laugin er um það bil 35-40° c heit. Við hliðina á lauginni eru svo heitir pottar þar sem gott er að slaka á eftir gönguferð um svæðið. Það jafnast ekkert á við að liggja í funheitum pottum eða náttúrulegri hveralaug undir stjörnubjörtum himni og slaka á í náttúrunni.

Gott er að vera umvafinn fallegri náttúru og með útsýni yfir hverasvæðið sjálft frá hótelinu þar sem Strokkur gýs af sínum alkunna krafti.

                                                                     Matur og drykkur


Matreiðslumennirnir okkar leggja sig alla fram við að gera veisluna ykkar sem eftirminnlegasta og geta útbúið hvað eina sem hugurinn girnist. Þeir veita  faglega ráðgjöf við samsetningu matar og drykkjar og leggja mikinn metnað að mæta ykkar óskum.

Gisting

Að sjálfsögðu er gisting í boði á hótelinu fyrir veislugesti. Herbergin eru öll í fallegu umhverfi hótelsins þar sem veislugestir geta notið náttúrunnar og hins fallega umhverfis. Á hótelinu eru 24 herbergi í smáhýsum.  Auk þess er tjaldsvæðið beint á móti hótelinu.

Frekari upplýsingar í síma: 480 6800 eða á netfangið: geysir@geysircenter.is