Flúðasiglingar frá Drumboddsstöðum

Hvítá er fallegt og hressilegt fljót skammt frá Geysi, þar hafa nú í 20 ár verið starfræktar vinsælustu flúðasiglingar landsins frá bátahúsinu Drumbó. Sigld er 7 kílómetrar leið gegnum falleg gljúfur og  margvíslegar flúðir. Siglingar á Hvítá henta öllum og nálægðin við Gullna hringinn hafa skapað ánni gríðarmiklar vinsældir. Siglt er gegnum sérstæðar bergmyndanir í Brúarhlöðum og sé þess óskað fá ræðarar að stökkva þar af kletti í ánna.

Skemmtileg og fjölbreytt sigling fyrir alla sem eru í ævintýraleit.

nánar hér: www.arcticrafting.com