Hekla.

Þetta þekktasta og virkasta eldfjall Íslands var um aldir kallað „inngangur til helvítis“.

Það er staðsett í aðeins 45 mínútna ökufæri frá Geysissvæðinu. Fjallið er 1491 metra hátt og sá sem er nógu ævintýragjarn getur gengið upp fjallið á átta stundum og notið stórkostlegs útsýnis af toppnum.

Hekla gaus seinast árið 2000 og voru gosstrókarnir yfir 30 m háir og þá flæddi yfir 70 milljónir rúmmetra af hrauni niður hlíðar fjallsins og um 200 milljónir rúmmetra af ösku dreifðust yfir nánasta umhverfi.

Sagan sýnir að Hekla hefur gosið um það bil einu sinni á öld síðan að mælingar hófust og hrætt þjóðarsálina en á seinustu öld gaus hún reyndar fimm sinnum.