Tjaldsvæðið 2018

18815381_10154385914756459_8849841786409410684_o.jpg

Verið hjartanlega velkomin á tjaldsvæðið á Geysi! Tjaldsvæðið er í göngufæri við hverasvæðið, Haukadalsskóg, Hótel Geysi og veitingahúsið og ísbúðina Geysi

Tjaldsvæðið við Geysi í Haukadal er staðsett í náttúruperlunni á Geysi, við hliðina á hverasvæðinu og á móti Hótel Geysi og söluskálanum á Geysi. Á tjaldsvæðinu geta náttúruelskendur og þeir ævintýragjörnu sem vilja vera frjálsir eins og fuglinn haft möguleika á að tjalda við jaðar hverasvæðisins með Geysi og Strokk í nokkurra metra fjarlægð. Látið hverinn vekja sig á morgnana eða svæfa sig á kvöldin.

Í þjónustuhúsinu er aðstaða fyrir gæslu, sturtur, góð salernisaðstaða, salerni fyrir fatlaða og þvottaaðstaða. Leiktæki eru fyrir börnin og fótboltamörk. Rafmagn er á svæðinu.

Tjaldsvæðið er í göngufæri við hverasvæðið, Haukadalsskóg og alla þá þjónustu sem býðst á Geysissvæðinu. Til dæmis geta gestir farið út að borða á Hótel Geysi, nýtt sér fjölbreytta verslun söluskálans og kíkt í Geysis búðinni og notið alls þess besta sem svæðið hefur upp á að bjóða. Alltaf er líf og fjör í garðinum við hótelið, góðar veigar af matseðli í allt sumarið.

Fjölbreytt afþreying er í boði á Geysissvæðinu. Haukadalsvöllur er rétt hjá tjaldstæðinu (www.geysirgolf.is), hestaleiga er á Kjóastöðum rétt við Geysi, flúðasiglingar á Hvítá og riverjet (http://www.icelandriverjet.is/), hestasýningar í Friðheimum (Reykholti) og laxveiði í Tungufljóti svo fátt eitt sé nefnt. 

Tjaldsvæðinu er skipt upp þannig að hluti þess sem liggur að hverasvæðinu er eingöngu fyrir tjöld. 

Húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar og aðrir vagnar tjalda á sérsvæði þar sem einnig er boðið upp á rafmagn.

 

Njótið sumarsins og fallegrar náttúru Íslands

Verðlisti 2018

Verð fyrir fullorðna:  1.800 kr
Verð fyrir börn (8 – 15 ára):  500 kr
Verð fyrir börn (0-7 ára):  frítt
Eldri borgarar og öryrkjar:  1000 kr
Rafmagn:  1000 kr fyrir 24 klst

Sturtur: 500 kr
Leiga á Rafmagnssnúru:  5.000 kr  (endurgreitt þegar snúru er skilað)

Greitt er fyrir tjaldstæðið hjá tjaldstæðaverði sem er staðsettur í þjónustuhúsnæðinu á tjaldsvæðinu.

Opnunartími 2018

15. maí - 15. september