Geysir

Velkomin á heimasíðu Geysissvæðisins

Bókaðu núna

Kennileiti Íslands, gamli Geysir, gaf hótelinu nafn og stendur við dyr þess.  Haukadalur er einn þekktasti sögustaður okkar Íslendinga, bæði til forna sem og í dag. Bóndasonurinn frá Haukadal, Sigurður Greipsson, stofnaði íþróttaskóla á föðurleifð sinni sem hann rak ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Bjarnadóttur í samfellt fjörutíu og þrjú ár.

Í dag er Geysissvæðið rekið af afkomendum Sigurðar, tengdadóttur hans Sigríði Vilhjálmsdóttur ásamt börnum hennar og Más Sigurðssonar, Mábil og Sigurði. Geysissvæðið samstendur af glæsilegum veitingarstöðum, Hótel Geysi, Geysir smáhýsi, Litli Geysir Hótel, útivista- og minjagripaverslun, Geysir verslun, veitingarsölu og tjaldsvæði.

  Golfvöllur er við hlið hótelsins, góðar gönguleiðir, útivistarpardís í Haukadalsskógi, veiði, flúðasiglingar, hestaleigur og stutt í ferðir á Langjökul sem og hálendisferðir. Þar af leiðandi er Geysissvæðið tilvalið til ferðalaga þar sem stutt er í fjölda möguleika afþreyingar á svæðinu. 

Við leggjum mikinn metnað í að allir séu jafn ánægðir við komu sem og við brottför og að dvölin verði til yndisauka.

Sumartilboð 2020
Sumartilboð 2020
Skoðaðu Instagram okkar

Skoðaðu Instagram okkar