Einstök blanda af nútímalegri hönnun í bland við hefðir en Geysir sækir innblástur til borgarlífsins í bland við sögu Íslands í prjónafatnaði og iðn. Geysir hannar hversdagsfatnað með persónuleika, fatnað sem segir sögu í hverjum þræði úr hágæða efnum.
Vöruúrvalið í Geysi er mikið en þar má meðal annars finna Farmers Market, Vík Prjónsdóttir, Feldur, Barbour, Fjällräven, FUB, Hunter og Royal RepubliQ.
Sjá nánar á :www.geysir.com
Mount Hekla er ferða- og útivistaverslun sem býður upp á sína eigin útivistalínu ásamt úrvali af sérvöldum merkjum á borð við Fjallraven, Patagonia, Hanwag, Hestea og Scarpa.
Verslunin á nafn sitt að rekja til eins virkasta eldfjalls Íslands og er hönnuð eins og yfirgefið kaupfélag í miðju eldgosi. Einhver mestu hamfaragos Íslandssögunnar áttu sér stað í Heklu og talið er að það sé einungis tímaspursmál þar til þetta mikla eldfjall lætur heyra í sér á ný. Veriði velkomin ef þið þorið!
Símanúmer verslunar í Haukadalnum er: 519 6020/519 6000
Verslunin á Geysi Haukadal er opin alla daga ársins, allt árið um kring.