Geysir smáhýsi

Geysir smáhýsi sem eru lítil hús við ánna 24 að tölu en smáhýsin eru eingöngu opin á sumrin. Hvert herbergi er með flatskjásjónvarpi og rafmagnskatli. Það er sérbaðherbergi í öllum herbergjunum. Smáhýsin eru ekki með interneti og því tilvalin til slökunar. Hvert hús er með tveimur herbergjum og eru tilvalin fyrir pör sem vilja njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar á Geysi. Móttakan fyrir Geysir smáhýsi er á Litla Geysi.

Starfsfólk Litla Geysis getur aðstoðað við að bóka ferðir um svæðið og afþreyingu á borð við golf, vélsleðaferðir, hestaleigu og flúðasiglingar. Ástaðnum er einnig minjavöru- og fataverslun og hægt er að bóka nuddmeðferðir upp á herbergi, gegn aukagjaldi. 
Þrír veitingastaðir, kaffihús og ísbúð eru á Geysi. Geysir Glíma býður upp á hefðbundinn íslenskan mat í hádeginu til dæmis fisk dagsins, lamb, 3 tegundir af súpu og er ávallt með ferskan og góðan mat á hverjum degi. Kantína býður upp á skyndibitamat og Súpa bíður upp á hollar grænmetissúpur og heilsusamlega rétti.

Fyrir frekari upplýsingar endilega hafið samband við okkur í síma 4806800 eða á netfangið geysir@geysircenter.is