Geysissvæðið

Kennileiti Íslands, gamli Geysir, gaf hótelinu nafn og stendur við dyr þess.  Haukadalur er einn þekktasti sögustaður okkar Íslendinga, bæði til forna sem og í dag. 

Bóndasonur frá Haukadal, Sigurður Greipsson, stofnaði íþróttaskóla á föðurleifð sinni sem hann rak ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Bjarnadóttur samfellt í fjörutíu og þrjú ár. Í dag er Geysissvæðið rekið sem fjölskyldu fyrirtæki af barnabörnum og tengdadóttur Sigurðar Greipssonar, Sigríði Vilhjálmsdóttur, Mábil Másdóttir og Sigurði Mássyni.

Geysissvæðið samstendur af glæsilegum veitingarstöðum, hóteli, útivista- og minjagripaverslun, veitingarsölu og tjaldsvæði.

  Golfvöllur er við hlið hótelsins, góðar gönguleiðir, útivistarpardís í Haukadalsskógi, veiði, riferrafting, riverjet og stutt í ferðir á Langjökul sem og hálendisferðir. Þar af leiðandi er Geysissvæðið tilvalið til ferðalaga þar sem stutt er í fjölda möguleika afþreyingar á svæðinu. 

Við leggjum mikinn metnað í að allir séu jafn ánægðir við komu sem og við brottför og að dvölin verði til yndisauka.