Afþreying

Fjölbreytta afþreyingu er að finna á og í kringum Geysissvæðið. Golfvöllur er við hlið hótelsins, hestaleigur, góðar gönguleiðir, fjöldi sundlauga og náttúrulauga, útivistarpardís í Haukadalsskógi, veiði, flúðasiglingar, Slakki, hestasýning og stutt í ferðir á Langjökul sem og hálendisferðir. Þar af leiðandi er Geysissvæðið tilvalið til ferðalaga þar sem stutt er í fjölda möguleika afþreyingar á svæðinu.     

Haukadalsskógur

Hrein náttúruperla, skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

 

 

Golf

Haukadalsvöllur opnaði í júlí 2006. Völlurinn er staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Haukadalsvöllur er 9 holur og ber hver hola nafn einhvers af þeim hverum sem finnast á hverasvæðinu.

 

Þingvellir

Ísland er fullt af áhugaverðum jarðfræðilegum fyrirbærum en jafnframt má finna marga áhugaverða sögulega staði. 

Gullfoss

Glæsilegasti foss landsins og stórkostleg náttúruperla sem er aðeins í 10  kílómetra fjarlægð frá Geysi. 

Köfun

Snorkling (eða gljúfurköfun) í Silfru er einstakt tækifæri til að upplifa með eigin augum hraunmyndanir og yfirþyrmandi fegurð sprungunnar sem aðskilur meginlönd Evrópu og Ameríku. 

Dýragarðurinn Slakki

Ef þú elskar dýr þá getum við mælt með því að heimsækja Slakka sem er fjölskyldurekinn dýra og skemmtigarður.

 

Þórufoss

Þórufoss er 18 m hár foss í Laxá í Kjós og er tilkomumikill og fallegur. 

Hestaleiga og hestasýning

Í kringum Geysi eru hestaleigar en tilvalið er að skoða umliggjandi náttúru á hestbaki. 

Sleðaferðir á Langjökul

Langjökull (1355m) er annar stærsti jökull landsins, u.þ.b. 950 km² og er nálægt Geysi.

 

Sundlaugar

Í kringum Geysi eru fjöldamargar góðar sundlaugar.

 

Laugarvatnshellar

Getur þú ímyndað þér hvernig það er að búa í helli? Fyrir tæpum 100 árum bjó venjuleg Íslensk fjölskylda í Laugarvatnshellum!

 

Hálendið

Einn mikilvægasti hálendisvegurinn, Kjölur byrjar 10 km frá Geysir. Steinar, hrjóstugur gróður, auðn og endalaust ekkert en allt í einu birtast skærblá hálendisvötn, sýn inn í tignalega fjalladali og jökla. Þar er algjör ró og friður, vart er hægt að binda fegurðina í orð. 

Reykjadalur

Reykjadalur er án efa vinsælasta útivistarsvæðið í Ölfusi. Þar er að finna margar merktar gönguleiðir um stórbrotið háhitasvæðið og hægt er að baða sig í heitri á í dalnum. Orkuveita Reykjavíkur hefur merkt gönguleiðir í dalnum sem og á Hengilssvæðinu öllu. Hægt er að finna göngukort á vef þeirra.

Flúðasigling

Hvítá er fallegt og hressilegt fljót skammt frá Geysi, þar hafa nú í 20 ár verið starfræktar vinsælustu flúðasiglingar landsins frá bátahúsinu Drumbó. 

Efstidalur

Efstidalur er ferðamannafjós með veitingastað og ísbúð.

Brúará

Mikil bergvatnsá er rennur á mörkum Biskupstungna annars vegar og Laugardals og Grímsness hins vegar og fellur í Hvítá nokkru fyrir neðan Skálholt, vestan Vörðufells. 

Apavatn

Apavatn er stöðuvatn í Laugardal og Grímsnesi, er 13,6 km² og víðast grunnt. Í því er silungsveiði. 

Nesjavallavirkjun

Orkuveita Reykjavíkur aflar og dreifir vistvænni orku á sem hagkvæmastan hátt í sátt við umhverfið. 

Skálholt

Bær, kirkjustaður, prests- og skólasetur og fyrrum setur biskupa í Skálholtsbiskupsdæmi. 

Veiði

Laxasvæðið í Tungufljóti nær frá fossinum Faxa fram hjá Reykholti og niður að brú.