Gjafabréf

Gefðu notalega upplifun, gjafabréf frá Hótel Geysi er tilvalin gjöf.

Gjafabréfin okkar eru ekki með gildistíma og rennur því ekki út.

Öll herbergin eru með kaffivél og kaffi frá Sjöstrand. Kaffið, sem er einstaklega bragðgott, er umhverfisvænt 100 prósent lífrænt kaffi í hylki sem búið til úr plöntutrefjum og því niðurbrjótanlegt í náttúrunni. Sjöstrand hefur hannað og þróað kaffivél í klassískri sænskri hönnun, úr ryðfríu stáli. Gæðin eru mikil og í fullu samræmi við okkar metnað þegar kemur að umhverfisvernd og sjálfbærni. Vélin ásamt náttúruvænum hylkjum skapa þessa hugsjón sem fyrirtækið byggir á.

Einnig bjóðum við upp á lífrænar baðvörur frá Sóley. Vörurnar frá Sóley eru framleiddar á Íslandi með fersku íslensku vatni, villtum íslenskum jurtum og vandlega völdum lífrænum ilmkjarna olíum. Sóley notar aðeins hráefni sem samþykkt eru af Ecocert.

Eitt það mikilvægasta við hótelgistingu er góður svefn og því kusum við Jensen rúmin í öll herbergin. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Jensen hefur hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.

Sængurfötin er frá Geysi verslun og sængurnar eru sérvaldar ofnæmisprófaðar dúnsængur.

Við erum með hágæða LG sjónvörp með gervihnetti þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að tengja sig í gegnum bluetooth við sjónvarpið og nota það sem góðan hátalara.

Öll herbergin eru reyk og vapelaus. Við bjóðum upp á þvottaþjónustu og vakningaþjónustu. Einnig er hægt að óska þess að vera látinn vita þegar norðurljósin koma og dansa á himnunum. Boðið er upp á herbergjaþjónustu frá Geysir veitingahúsi, fyrir þá sem vilja njóta herbergisins í botn. 

Þess má geta að það eru fjórir veitingastaðir á Geysi og verslanirnar Geysir og Hekla. 

Gjafabréfin

Tveggja manna herbergi með morgunverð, 35.000 kr.

Tveggja manna herbergin eru með hjónarúmi eða tveimur rúmum, 29 fermetrar með útkragsglugga og baðherbergi með sturtu.

 • með 2 rétta kvöldverði 48.800 kr.
 • með 3 rétta kvöldverði 50.800 kr.
 • með 2 rétta kvöldverði og borðvíni 54.200 kr.
 • með 3 rétta kvöldverði og borðvíni 56.200 kr.
 • með 3 rétta kvöldverði, borðvíni og fordrykk 59.000 kr.

Tveggja manna lúxus herbergi með morgunverð, 39.000 kr.

Tveggja manna herbergin eru 35 fermetrar, með svölum og baðherbergi með baðkari.

 • með 2 rétta kvöldverði 52.800 kr.
 • með 3 rétta kvöldverði 54.800 kr.
 • með 2 rétta kvöldverði og borðvíni 58.200 kr.
 • með 3 rétta kvöldverði og borðvíni 60.200 kr.
 • með 2 rétta kvöldverði, húsvíni og fordrykk 61.800 kr.
 • með 3 rétta kvöldverði, húsvíni og fordrykk 63.200.

Svítan fyrir tvo með morgunverð á 55.000 kr.

Svítan er 58 fermetrar með stórum svölum, setustofu, útkragsglugga, og baðherbergi með sturtu og baðkari.

 • með 3 rétta kvöldverði 70.800 kr.
 • með 2 rétta kvöldverði og borðvíni 75.200 kr.
 • með 3 rétta kvöldverði, borðvíni og fordrykk 80.200 kr.

Geysir svítan fyrir tvo með morgunverð á 96.000 kr.

Geysir svítan er 87 fermetrar með svölum, útkragsglugga, baðherbergi með sturtu og baðkari og setustofu.

 • með 2 rétta kvöldverði 109.800 kr.
 • með 3 rétta kvöldverði og borðvíni 111.800 kr.