Litli Geysir Hótel

Litli Geysir hótel er með 22 herbergjum og veitingahúsi. Þar er þægileg setustofa með arinn og stjörnukíkir þar sem tilvalið er að tylla sér með drykk á kvöldin, spila, spjalla og horfa á stjörnurnar.

Bókaðu herbergi á Litla Geysi

 Boðið er upp á ókeypis þráðlaust net fyrir gesti. Flatskjásjónvarp og sérbaðherbergi með sturtu er staðalbúnaður í hverju herbergi á Litla Geysi. Morgunverðarhlaðborðið er margrómað af gestum okkar og einnig a la carte matseðilinn sem boðið er upp á, á kvöldin. Það er hleðslustöð fyrir rafbíla staðsett við hótelið.
Opið er á Litla Geysi allt árið um kring og er það staðsett við golfvöllinn.

Starfsfólk okkar getur aðstoðað við að bóka ferðir um svæðið og afþreyingu á borð við golf, vélsleðaferðir, hestaleigu og flúðasiglingar. Ástaðnum er einnig minjavöru- og fataverslun og hægt er að bóka nuddmeðferðir upp á herbergi, gegn aukagjaldi. 
Þrír aðrir veitingastaðir, kaffihús og ísbúð eru á Geysi. Geysir Glíma býður upp á hefðbundinn íslenskan mat í hádeginu til dæmis fisk dagsins, lamb, 3 tegundir af súpu og er ávallt með ferskan og góðan mat á hverjum degi. Kantína býður upp á skyndibitamat og Súpa bíður upp á hollar grænmetissúpur og heilsusamlega rétti.

 

Glaðningur á herbergið

Komdu elskunni þinni á óvart með glaðning inn á herbergið sem býður ykkar við komu

18 rauðar rósir handa þér kr. 12.000

Blómvöndur sveitarinnar kr. 5.500

Freyðivín: Codorniu Clasico/Spánn; 1/1 kr. 5.400 eða 200ml. Kr. 1.200

Kampavín: Mumm Cordon Rouge Brut / Frakkland 750 ml 200 ml kr 3500 eða 1/1   11.900

Bakki á herbergið með með sætum bitum (súkkulaðihjúpuð jarðaber, ástarbollur & kókostoppar) fyrir tvo kr. 900

Hægt er að bóka auka handklæði, inniskó og baðsloppa inn á herbergin gestum að kostnaðarlausu með öllu að ofangreindu.

Einnig er hægt að bóka nudd inn á herbergið en panta þarf fyrir komu hótelgests og gott er að vera tímanlega í bókun.