Súpa

Súpa er nýtt veitingahús á Geysissvæðinu.
Til þess að mæta betur þörfum gesta okkar á Geysi Haukadal, býður Súpa upp á hollari kost. Þar er í boði matur sem er hentar bæði fyrir vegan og grænmetisætur sem og aðra gesti sem hafa tileinkað sér hollari lífsstíl. Súpurnar eru allar glúteinfríar.
Veitingastaðurinn er staðsettur þar sem Geysir safnið var áður í þjónustumiðstöðinni.
Súpa veitingastaður er með áherslu á ljúffengan, hollan skyndibita, frábærar súpur og gott úrval fyrir vegan / grænmetisætur.
Við erum ánægð að bjóða upp á fjölbreytta möguleika með þessari góðu viðbót við veitingastaðina á Geysi.