Veiði

Laxasvæðið í Tungufljóti nær frá fossinum Faxa fram hjá Reykholti og niður að brú. 

 

 Silungasvæði Tungufljóts hefur verið á uppleið síðustu ár og þeir sem hafa lagt sig fram hafa gert oft á tíðum góða veiði. Svæðið er afar víðfemt og nær frá ármótum Einholtslæks og Tungufljóts og í raun eins langt upp með fljótinu og menn kæra sig um að fara. Vel rúmt er um þær 8 stangir sem er leyft að veiða á. Tungufljót gaf þegar best var yfir 2800 laxa árið 2008 þegar sleppingar skiluðu sér af krafti. Nú hefur ræktunarátak við ána aftur verið sett í fullan gang og því má búast við aukinni veiði á næstu árum. Þrátt fyrir engar sleppingar voru margir að fá ágætis veiði úr fljótinu árið 2014 og komu meðal annars á land þrír fiskar yfir 20 pund. Frekari upplýsingar á http://www.lax-a.is/island/