Sundlaugar

Í kringum Geysi eru fjöldamargar góðar sundlaugar.

 

Laugavatn Fontana er einstök heilsulind þar sem orka jarðhitans dekrar við þig í laugunum, gufunum og á ilströndinni. Náttúruböðin sem nú hafa verið reist bjóða fyrst og fremst uppá að upplifa hina einstöku gufu beint yfir gufuhvernum fræga sem heimamenn og gestir hafa nýtt til heilsubaða að minnsta kosti síðan 1929. Auk þess er unnt að baða sig í heilsubaðvatni í þrískiptri baðlaug, dvelja í heitu sánubaði, ganga í volgum sandinum, dýfa sér í Laugarvatnið sjálft frá nýbyggðri bryggju eða slaka á í fallegum garðinum. 
Gamla laugin Flúðum er staðsett í Hverahólmanum við Flúðir. Laugin sjálf hefur verið endurbyggð og þjónustuhús opnað með búningsklefum og sturtum. Við endurbyggingu laugarinnar var leitast við að halda í sérstöðu laugarinnar, gamlar hefðir tengdar lauginni og umhverfi hennar. Að baða sig í Gömlu lauginni er einstök upplifun allt árið um kring en vatnið í lauginni er 38-40 °C heitt. 

Á Flúðum, Reykholti og á Borg eru sundlaugar með góðum heitum pottum og líkamsræktaraðstöðu.Í Reykholti og á Borg er bæði vaðlaug og rennibraut. Góðir heitir pottar og náttúrlegt gufubað.