Sleðaferðir á Langjökul

Langjökull (1355m) er annar stærsti jökull landsins, u.þ.b. 950 km² og er nálægt Geysi.

 

Mestur hluti jökulsins er í 1200-1300 m hæð yfir sjó. Hann hvílir á móbergsfjöllum, sem rísa hæst undir honum norðan- og sunnanverðum, þannig að miðhlutinn er nokkurs konar söðull. Jökullinn er tiltölulega lítið kannaður enn þá en Jöklarannsóknarfélagið á skála (1979) austan undir Fjallkirkju (1228m). Margir skriðjöklar ganga út frá jöklinum. Hinir stærstu eru sitt hvorum megin Hagafells. Norður- og Suðurjökull skríða niður að Hvítárvatni.

Boðið er upp á jeppa og daglegar vélsleðaferðum á Langjökul sem er ógleymanleg upplifun.