Hestaleiga og hestasýning

Í kringum Geysi eru hestaleigar en tilvalið er að skoða umliggjandi náttúru á hestbaki. 

Á hestaleigum er boðið upp á ýmsar tegundir af ferðum, allt frá klukkustund upp í lengri ferðir, ferðir með börn sem og krefjandi ferðir sem henta vönum knöpum.

Endilega hafið samband við móttökuna sem getur gefið allar frekari upplýsingar og getur bókað fyrir ykkur á hestabak.

 

Hestasýning á Friðheimum

Hestasýningar eru í boði á Friðheimum þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í skógivöxnu og notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana. Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu.