Þórufoss

Þórufoss er 18 m hár foss í Laxá í Kjós og er tilkomumikill og fallegur. 

Laxá í Kjós er meðal fengsælustu laxveiðiáa landsins. Hún hefur verið friðuð fyrir netum allt frá aldamótum og í hana hafa menn sótt lax sér til matar um langan aldur. Laxá á upptök sín í Stíflisdalsvatni í Þingvallasveit. Laxá í Kjós er meðal fengsælustu laxveiðiáa landsins. Hún hefur verið friðuð fyrir netum allt frá aldamótum og í hana hafa menn sótt lax sér til matar um langan aldur. Laxá á upptök sín í Stíflisdalsvatni í Þingvallasveit. Í Laxá eru fimm fossar, neðst er Sjávarfoss, rétt ofan við brúna er Kvíslarfoss, þá Laxfoss, Pokafoss er rétt innan við Vindáshlíð og efst er svo Þórufoss, sem er þeirra hæstur.  Fossinn sést ekki frá veginum um Kjós en hann er merktur með skilti. Fossinn var meðal annars notaður í tökur af Game of Thornes en tuttugu íslenskar geitur voru notaðar við tökurnar við Þórufoss.