Þingvellir

Ísland er fullt af áhugaverðum jarðfræðilegum fyrirbærum en jafnframt má finna marga áhugaverða sögulega staði. 

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga, hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vernd Alþingis og landið megi aldrei selja eða veðsetja. Friðun Þingvalla átti sér aðdraganda. Í upphafi 20. aldar tóku að berast til Íslands fregnir um stofnun þjóðgarða í Bandaríkjunum. Þar voru augljósar þær hraðfara breytingar sem urðu á náttúrunni þegar Evrópubúar lögðu landið undir sig. Í þjóðgörðunum voru stór, óbyggð svæði tekin frá og friðuð og fólki hvorki leyft að nema þar land né nýta náttúruna á annan hátt en að ferðast um landið og njóta þess.

Snorkling (eða gljúfurköfun) í Silfru er einstakt tækifæri til að upplifa með eigin augum hraunmyndanir og yfirþyrmandi fegurð sprungunnar sem aðskilur meginlönd Evrópu og Ameríku. Gjáin hefur upp á ævintýraheim að bjóða sem er í senn skemmtileg og fræðandi afþreying. Svifið er í þyngdarleysi í letilegum straumnum og í gegnum gleraugun er hægt að njóta þess til fulls hvað vatnið í Silfru er kristaltært.