Geysissvæðið er á lista yfir 25 bestu staði jarðarinnar til að ljósmynda

420123_10150563710526459_823535414_n.jpg

Geysissvæðið í Haukadal er á lista yfir 25 bestu staði jarðarinnar til að ljósmynda en listinn er birtur á síðunni popphoto.com.

Á listanum er Geysissvæðið flokkað semnáttúruundur en mælt er með ferðalagi á svæðið til að sjá hverinn Strokk og taka ljósmyndir. Jafnframt er mælt með því að ljósmyndarar sjái Bláa lónið og nái myndum af því.

Í tengslum við listann er fjallað stuttlega um Ísland á síðunni og meðal annars sagt að þrátt fyrir misvísandi nafn sé hér að finna hveri, jökla, eldfjöll, fossa og fjöll ásamt fjölmörgu öðru sem hægt er að ljósmynda. Sagt er frá Jökulsárlóni og íshellum í Kverkfjöllum auk þess sem mælt er með að fólk keyri hringinn í kringum landið.

(tekið af vef mbl.is, sjá hér:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/10/best_ad_ljosmynda_a_islandi/)