Um Geysi

Kennileiti Íslands, gamli Geysir, gaf hótelinu nafn og stendur við dyr þess.  Haukadalur er einn þekktasti sögustaður okkar Íslendinga, bæði til forna sem og í dag. 

Bóndasonur frá Haukadal, Sigurður Greipsson, stofnaði íþróttaskóla á föðurleifð sinni sem hann rak ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Bjarnadóttur samfellt í fjörutíu og þrjú ár.

Sonur Sigurðar, Már Sigurðsson tók við rekstrinum á Geysissvæðinu ásamt eiginkonu sinni Sigríði Vilhjálmsdóttur. Már var einnig íþróttakennari eins og föður sinn en hóf uppbyggingu á ferðaþjónustu við Geysi í Haukadal árið 1972 og helgaði sig uppbyggingunni við fjölskyldufyrirtækið Hótel Geysi frá árinu 1993 og var mikill frumkvöðull á sviði ferðaþjónustu. Már hlaut riddarakrossinn árið 2005 fyrir frumkvæði í uppbyggingu ferðaþjónustu.

Í dag er Hótel Geysir rekið af Sigríði Vilhjálmsdóttur ásamt börnum hennar og Más, þeim Mábil og Sigurði. Geysissvæðið samstendur af glæsilegum veitingarstöðum, Hótel Geysir (í endurnýjun opnar 2018), Geysir Glíma, Kantína og Súpa.

Á staðnum er einnig Litli Geysir hótel, útivista- og minjagripaverslun, verslunin Geysir og Hekla og tjaldsvæði.

  Golfvöllur er við hlið hótelsins, góðar gönguleiðir, útivistarpardís í Haukadalsskógi, veiði, hestaleiga, hestasýning, Slakki, sundlaugar sem og náttúrulaugar, siglingar á Hvítá og einnig er stutt í ferðir á Langjökul sem og hálendisferðir. Þar af leiðandi er Geysissvæðið tilvalið til ferðalaga þar sem stutt er í fjölda möguleika afþreyingar á svæðinu. 

Við leggjum mikinn metnað í að allir séu jafn ánægðir við komu sem og við brottför og að dvölin verði til yndisauka.

 

Gisting á Geysi

Núverandi gisting er á Litla Geysir Hótel og Geysir smáhýsum. Hótel Geysir opnar í lok árs 2018.

Á Litla Geysi eru 22 herbergi í einni álmu en smáhýsin eru í litlum húsum við ánna og eru 24 að tölu.

 

Sigríður Vilhjálmsdóttir og Már Sigurðsson stofnendur Hótel Geysis
Sigríður Vilhjálmsdóttir og Már Sigurðsson stofnendur Hótel Geysis