Atvinna

Hótel Geysir býður alla velkomna að senda okkur atvinnuumsókn en hjá okkur starfar einkar samhentur hópur starfsmanna. Það er markmið fyrirtækisins að hafa yfir að ráða hæfu og metnaðarfullu starfsfólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Við leggjum mikla áherslu á að starfsmenn okkar hafi þarfir viðskiptavinarins í huga alla tíð sem og stundvísi, heiðarleika, snyrtimennsku og þjónustulund að leiðarljósi. Við leggjum einnig mikla áherslu á að starfsfólkið sé ánægt í starfi og það hafi möguleika til að vaxa og dafna. 

Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsóknir eru geymdar í 6 mánuði en eftir þann tíma er þeim eytt. Atvinnuumsókn má senda okkur með því að fylla út neðangreint og mynd af þér þarf að fylgja umsókn þinni. Mælt er með því að setja inn ferilskrá sem viðhengi. Hótel Geysir ábyrgist að farið verði með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Umsækjandi ábyrgist að upplýsingar sem hér koma fram séu sannar samkvæmt bestu vitund.

Atvinnuumsókn

Upplýsingar þínar
Hámarksupphæð stærð er 2 MB, það getur verið .gif, .png eða .jpg skrá.
Hakað við
Starf upplýsingar
Ef þú valdir Tímabundið starf hér fyrir ofan skaltu vinsamlegast skrifa tíma hér.
Starfsstöðu upplýsingar
Hægt að skrifa í dálk

 eða haka við.
Upplýsingar um menntun
sem gætu nýst í starfi.
Feril upplýsingar
Hvers vegna hættir þú í síðasta starfi og hvers vegna vilt þú skipta um starf?
Vinsamlegast vísa til einhvern sem þekkir þig sem starfsmann eða samstarfsaðila.
Annað upplýsingar
Ef þú ert með ferilskrá skjal skaltu bæta því við hér. Hámarksupphæð stærð er 2MB, það getur verið .pdf, .doc eða .docx skrá.
Nokkuð sem þú vilt bæta við.