Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið.
Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsóknir eru geymdar í 6 mánuði en eftir þann tíma er þeim eytt. Atvinnuumsókn má senda okkur með því að fylla út neðangreint og mynd af þér þarf að fylgja umsókn þinni. Mælt er með því að setja inn ferilskrá sem viðhengi. Hótel Geysir ábyrgist að farið verði með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Umsækjandi ábyrgist að upplýsingar sem hér koma fram séu sannar samkvæmt bestu vitund.