Hverasmakk

Í hverasmakki upplifa gestir að snæða nýbakað hverabrauð með íslensku smjöri, hverasoðnu eggi og síld. Með þessu er skálað í Geysissnafs. Við bökum hverabrauðið í jörðinni á hverasvæðinu í sólarhring samkvæmt aldagamalli hefð, þjóðleg og skemmtileg upplifun. Athugið að hverasmakkið er aðeins í boði fyrir hópa.

Sérstök rúgbrauðsútgáfa af íslensku brennivíni er nú á lokastigum þróunar og verður sett á markað í byrjun næsta árs. Fyrsta framleiðsla þessarar útgáfu er þegar uppseld þó að hún sé ekki enn komin í flöskur. 

 Bragðið af brennivíninu, einiber og kartöflur, fer vel með hverabrauðinu segir Bjarki Hilmarsson, matreiðslumeistara á Hótel Geysi í Haukadal.

Við framleiðsluna er notað hverabrauð sem bakað er í jörð við Geysi. Brauðið er látið liggja í jörð, í holu Bergs frá Laug nánar tiltekið, í um sólarhring. Bjarki bitar svo brauðið niður og snöggsteikir á pönnu áður en það er lagt í brennivínstankinn þar sem brennivínið tekur úr því lit og bragð.